Ef þú ert ein af þeim sem átt í erfiðleikum með næra þig vel yfir daginn, ert þreytt og orkulaus og sækist mikið í skjóta orku þá gæti Næringarakademían hentað þér.
Ef þú ert föst í þessu mynstri þá gætirðu tengt við það að:
➡️ Borða á methraða og eiga þar með erfiðara með að hætta að borða þegar þú ert þægilega södd.
➡️ Upplifa mikla nartþörf á kvöldin og finnast eins og þú getir ekki átt neitt 'gott' í skápunum.
➡️ Upplifa að þú hafir engan viljastyrk eða sjálfsstjórn þegar kemur að mat.
➡️ Eiga sögu um að fara 'all-in' í breytingar á fæðuvali og 'detta svo af vagninum'.
➡️ Vera orðin áttavillt þegar kemur að upplýsingum um næringu (átt erfitt með að greina rétt frá röngu).
➡️ Eiga erfitt með eða skorta þekkingu til þess að setja saman fljótlegar og næringarríkar máltíðir.
Þú gætir jafnframt tengt við það að vera orðin langþreytt á skyndilausnum í mataræði sem endast stutt og tilbúin til þess að finna lausn til frambúðar.
...að ef þú ert búin að reyna hvern kúrinn eða 'lífsstíls breytinguna' á fætur hvor annarri sem hefur 'virkað' í einhvern tíma en þú svo 'dottið af vagninum' þá er það ekki vegna þess að þetta mun aldrei virka fyrir þig eða að þú munir bara aldrei finna þitt jafnvægi í fæðuvali.
Vandamálin eru yfirleitt:
❌ Að verið er að fylgja ytri boðum um það hvað, hvenær eða hversu mikið þú 'ættir' að borða sem kemur okkur úr tengingu við okkar eigin líkama.
❌ Að við ofmetnumst og viljum sigra heiminn á einni nóttu í stað þess að gera smáar breytingar í einu sem við getum viðhaldið til frambúðar.
❌ Að það er ekkert plan til staðar sem getur auðveldað þér að næra þig betur yfir daginn og grípa í næringarríkari kosti þó mikið sé að gera.
❌ Ónæg þekking (byggð á vísindalegum grunni) um áhrif næringar á líkamann.
Sért komin á stað þar sem þú ert farin að sækjast í næringarríkari matvæli, farin að næra þig vel og reglulega yfir daginn, borða oftar í núvitund og komin í tengingu við svengdar- og sedduboð líkamans. Vitir jafnframt nákvæmlega hvaða fæða hefur jákvæð áhrif á heilsuna og að þú sért farin að geta útbúið vel samsettar og næringarríkar máltíðir á methraða án þess þó að vera með ákveðinn mat á bannlista.
✨ Farin að finna minna fyrir nartþörfinni og getur átt sætindi í skápunum og gleymt að þau séu til.
✨ Orðin orkumeiri, hefur meiri einbeitingu og afkastar meiru yfir daginn.
✨ Farin að þurfa að hafa lítið fyrir því að næra þig vel.
✨ Farin að átta þig á að þetta snerist aldrei um sjálfsstjórn og viljastyrk.
✨ Orðin sérfræðingur í eigin líkama.
Sigurbjörg Rut Hoffritz
,,Ég hef ekki “borðað yfir mig” síðan ég byrjaði á námskeiðinu, Þ.e. ég hef ekki borðað þangað til mér er illt. Ég gerði það annars nokkuð oft. Næringarakademían hefur kennt mér hvers vegna ég var að þessu, og það meikaði svo mikið sens!"
Signý Eva Auðunsdóttir
,,Þetta er það eina sem þú þarft, ef þú ert eitthvað að hugsa um mat og hvaða áhrif hann hefur á þig. Ekki neinir kúrar, bannlistar, ákveðnar fæðutegundir sem brenna fitu eða vitleysa sem ruglar bara í hausnum á þér."
Þú færð aðgang að innra svæði þar sem opnast fyrir nýjan fræðslufyrirlestur á podcast formi í HVERRI viku meðan á ferlinu stendur.
Í hverjum fyrirlestri tökum við fyrir ákveðið viðfangsefni sem færir þig skrefinu nær heilbrigðu sambandi við mat og jákvæðum breytingum á þínu fæðuvali til frambúðar.
Hverjum fyrirlestri fylgja verkefni sem eru sett þannig upp að þú byrjar strax að nýta þér fræðsluna úr fyrirlestrinum og hrinda henni í framkvæmd.
Það er nefnilega ekki nóg að fræðast og læra nýja hluti - við þurfum líka að sjá til þess að byrja að framkvæma.
Námskeiðinu fylgir því verkefnabók á rafrænu formi sem þú getur prentað út eða fyllt út rafrænt. En hún heldur utan um öll þau verkefni sem við vinnum á námskeiðinu sem gerir það að verkum að auðvelt er að fylgjast með hvernig þú vex og dafnar meðan á ferlinu stendur.
Við erum þér innan handar - ef þú hefur einhverjar spurningar útí efnið meðan á ferlinu stendur er hægt að hafa sambad við okkur í gegnum tölvupóst eða varpa fram spurningum á innra svæðinu.
Þú hefur þannig kost á einstaklingsmiðuðum svörum og ráðum við þínum spurningum ef eitthvað vefst fyrir þér.
Þegar þú skráir þig færðu eftirfarandi kaupauka ⏬
Við viljum ekki að þú takir NEINA áhættu og að þú sért 150% ánægð. Ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki ánægð þá bjóðum við uppá FULLA endurgreiðslu í allt að 14 daga eftir að þú byrjar að vinna í efni námskeiðsins, svo lengi sem að öllum skilmálum er fylgt – sjá skilmála HÉR.
Árið 2019 útskrifaðist ég úr meistaranáminu mínu í næringarfræði við Háskóla Íslands og var því orðin næringarfræðingur M.Sc.
Ég áttaði mig fljótt á því að mynstrið er yfirleitt það sama hjá okkur.
Þegar við skráum okkur í næringarráðgjöf, næringarþjálfun eða á námskeið sem hafa það að markmiði að gera breytingar á fæðuvali þá viljum við yfirleitt "sigra heiminn á einni nóttu".
Fólk byrjar af (of miklum) krafti en gefst svo upp og þá fara hlutirnir yfirleitt í sama farið.
Til þess að breytingarnar verði varanlegar þurfum við að nálgast hlutina öðruvísi og hafa áhrif á þetta "allt eða ekkert" hugarfar.
Við þurfum að hætta að koma okkur upp enn meiri reglum í mataræðinu ásamt því að hætta að banna okkur hitt og þetta - það ýtir undir niðurrif, samviskubit og vanlíðan (sem er EKKI hvetjandi!).
Eftir að ég opnaði fyrir skráningar í NÆRINGARAKADEMÍUNA í fyrsta skipti í maí 2020 hef ég fengið að hjálpa yfir 1000 konum að byggja upp heilbrigt samband við mat, skilja hvers vegna þær upplifa stjórnleysi í kringum ákveðin matvæli, tengjast svengdar- og sedduboðum líkamans, gera jákvæðar breytingar á fæðuvali og njóta þess að næra sig vel á líkama og sál.
Ég ætla að gefa netnámskeiðið sem gjafabréf - hvernig virkar það?
Það eina sem þú þarft að gera er að áfram senda kvittunina fyrir kaupunum á info@nutreleat.com og láta vita að þú viljir fá vöruna á formi gjafabréfs. Við útbúum fallegt gjafabréf á rafrænu formi sem hægt er að prenta út og setja undir jólatréð.
Niðurgreiðir stéttarfélagið mitt þetta námskeið?
Mörg stéttarfélög gera það. Ég get útbúið nótu þar sem kemur fram að námskeiðið sé heilsunámskeið.