PCOS Akademían


90 daga netnámskeið um næringu og aðrar venjur í tengslum við PCOS og hentar þeim sem vilja læra að hafa jákvæð og fyrirbyggjandi áhrif á einkenni án þess að festast í vítahring megrunar.

 

Hannað og búið til af næringarfræðingi, M.Sc. með sérhæfingu á sviði PCOS.

59.990 kr.

29.995 kr.

...á afmælistilboði

  • 00

    Days

  • 00

    Hours

  • 00

    Minutes

  • 00

    Seconds

Já takk - skrá mig á afslætti

Skrá mig í PCOS Akademíuna 💪

Skráning



Ímyndaðu þér að þú...


✨ Lærir að hafa jákvæð áhrif á eða minnka líkur á insúlínviðnámi


✨ Tileinkir þér aðferðir sem minnka "cravings"


✨ Farir að borða eftir svengdar- & seddumerkjum líkamans


✨ Tileinkir þér fæðuvenjur sem geta haft jákvæð áhrif á bólgur í líkamanum og þarmaflóruna


Með því að...


Hafa jákvæð áhrif á insúlínviðnám

✅ Geturðu komið jafnvægi á hormónastarfsemi, minnkað bólgumyndun og líkur á fylgikvillum á borð við sykursýki af tegund 2 og hjarta- & æðasjúkdóma


Minnka "cravings"

✅ Geturðu haft jákvæð áhrif á fæðuval og minnkað líkur á hraðri þyngdaraukningu


Læra að borða eftir svengdar- & sedduboðum líkamans

✅ Ertu líklegri til að viðhalda stöðugum blóðsykri, hafa jafnari orku yfir daginn og uppfylla orku- og næringarefnaþörf líkamans


Efla þarmaflóruna

✅ Ertu í raun að styðja við alla líkamsstarfsemi, t.d. styrkja ónæmiskerfið, bæta blóðsykurstjórn, minnka bólgusvörun, hafa jákvæð áhrif á andlega líðan, bæta meltinguna, o.s.frv.


Sjáðu hvað þessar konur eru að segja um PCOS Akademíuna 👇


Íris

,,PCOS Akademían var eins og himnasending: Bara það að kynnast öðrum konum, heyra sögur þeirra og deila minni, var svo mikil léttir að ég fór næstum því að gráta. Ég mæli eindregið með námskeiðinu fyrir allar PCOS konur, hvort sem þið glímið við heilsufars-, hugarfars- eða annan vanda tengdu PCOS."


Ásta

,,Ég var 20 ára þegar ég fékk pilluna og var sagt að það væri galdralausn við PCOS sem væri að hrjá mig og að barneignir væru líklegast ekki í minni framtíð. Ég þyrfti að léttast - en var samt í einu besta formi lífs míns. Ég fékk samtímis sykursýkislyf sem gengu nánast frá meltingarfærunum mínum og var send heim og sagt að googla. Engin eftirfylgni, engin væntingastjórnun eða stuðningur. Ég upplifði vonleysi, vonbrigði og örvæntingu en læsti þetta inni í litlum skáp í huga mínum og hugsaði til þess nokkrum sinnum á ári þegar ég hóf nýjan kúr, sem var samt dæmdur til að mistakast. Las bækur sem sögðu allar sitt á hvað. Námskeiðið ykkar er í fyrsta skipti í 14 ár sem ég fann höfn þar sem ég gat staldrað við í. Ég hef þurft að fara hægt yfir því ég er að leysa úr svo mörgum tilfinningaflækjum og er því komin stutt á veg - en þetta þokast. Hægt og mjakandi. Takk fyrir mig."


Karen

,,Ég get ekki mælt nógu mikið með PCOS akademíunni. Það er svo hressandi og upplífgandi að nálgunin er útfrá því sem nærir þig best og lætur þér líða vel, en ekki boð og bönn með áherslu á að grennast. Fékk hlýtt í hjartað að vera ekki mætt með fitufordómum og smánun þegar talað var um sjúkdóma og einkenni sem geta verið algengari hjá PCOS fólki og nauðsynlegt að láta fylgjast með. Takk takk takk Lilja og Helga!"


Birgitta

,,Ég var mjög spennt fyrir PCOS akademíunni. Mér fannst vanta mjög mikið upp á upplýsingagjöf þegar ég greindist með heilkennið en hvergi var að finna samansafn af gagnlegum upplýsingum. Námskeiðið hefur staðist allar mínar væntingar og mér hefur þótt mjög gott að fá gagnlegar og áreiðanlegar upplýsingar á einum stað og öðlast þannig betri skilning á heilkenninu. Þó að einkennin séu auðvitað mismunandi milli einstaklinga hefur mér þótt mjög gott að vera í hópi með konum sem eru að kljást við það sama og fá stuðninginn sem því fylgir. Allt efnið var sett fram á mjög skýran og skilmerkilegan hátt og mér þótti mjög gott að geta fylgt námskeiðinu á mínum hraða og hlustað aftur á fyrirlestrana eftir því sem mér hentaði. Það er augljóst að þær Helga og Lilja brenna fyrir efninu og það er auðvelt að leita til þeirra ef maður hefur þörf á. Ég mæli því 100% með PCOS akademíunni."


Anna María

,,Ég eins og svo margar konur með PCOS hef barist við vigtina frá því ég varð kynþroska og í þeirri baráttu hef ég þróað með mér mjög óheilbrigt samband við mat. Undanfarin ár hef ég unnið að því að vinda ofan af þeim óhjálplegu reglum sem ég hef sett mér. Ég er ánægð með uppsetningu námskeiðsins og allan þann fróðleik sem þar er veittur. Mér finnst líka flott að fjallað er um mikið af þeim óhjálplegu ráðum sem veitt eru konum með PCOS til að fræða okkur og vinna á móti áhrifum þessara ráða. Ég hef lært heilmikið nýtt um heilkennið og mikilvægi ýmissa þátta sem bæta heilsu og vellíðan."


María

,,Mín upplifun af PCOS akademíunni er mjög góð! Eftir að ég var greind með PCOS var mér ekki kennt neitt, ég átti að fara heim og googla heilkennið. Það er ótrúlega gott að fá þessar upplýsingar beint til sín á íslensku og á heilbrigðan hátt. Gott að vita að maður getur haft góð áhrif á einkenni án þess að fara í öfgar. Mæli með!"



Ferlið gengur svona fyrir sig 👇

Fyrirlestrar


Þú færð aðgang að innra svæði þar sem þú getur hlustað á fræðslufyrirlestra um hvert viðfangsefni fyrir sig. 


Í hverjum fyrirlestri tökum við fyrir ákveðið viðfangsefni sem færir þig skrefinu nær heilbrigðu sambandi við mat og breytingum á venjum sem geta haft jákvæð áhrif á einkenni. 

Verkefni


Hverjum fyrirlestri fylgja verkefni sem eru sett þannig upp að þú byrjar strax að nýta þér fræðsluna úr fyrirlestrinum og hrinda henni í framkvæmd.

Það er nefnilega ekki nóg að fræðast og læra nýja hluti - við þurfum líka að að byrja að framkvæma.

Námskeiðinu fylgir því verkefnabók á rafrænu formi sem þú getur prentað út eða fyllt út rafrænt. En hún heldur utan um öll þau verkefni sem við vinnum á námskeiðinu sem gerir það að verkum að auðvelt er að fylgjast með hvernig þú vex og dafnar meðan á ferlinu stendur.


FB Grúbban


Þú færð aðgang að lokaðri facebook grúbbu þar sem við styðjum hvor aðra og lyftum hvor annarri upp. Í þessari grúbbu eru einungis einstaklingar á SÖMU vegferð og þú sem gerir það að verkum að þar myndast alveg einstakt samfélag kvenna.

Þar geturðu spurt spurninga, hent fram vangaveltum og sótt styrk í aðrar konur í sömu sporum og þú í öruggu umhverfi.

Viðfangsefnin sem við ætlum að mastera eru eftirfarandi:



Þú ert á rétta staðnum ef...


👉 Þú ert tilbúin til þess að HÆTTA að eyða orkunni þinni, tíma og pening í skyndilausnir og vilt fjárfesta í sjálfri þér til frambúðar


👉 Þú vilt vita hvað ÞÚ getur gert til þess að minnka einkenni, auka vellíðan og styðja við þína heilsu


👉 Þú ert tilbúin til þess að fræðast um það sem vísindin virkilega segja þegar kemur að næringu og öðrum venjum í tengslum við PCOS


👉 Þú VILT gera jákvæðar og varanlegar breytingar á þínum fæðuvenjum og öðlast heilbrigt samband við mat 


👉 Þú ert tilbúin til þess að leggja inn vinnuna og gera þetta vel

59.990 kr.

29.995 kr.

...á afmælistilboði

  • 00

    Days

  • 00

    Hours

  • 00

    Minutes

  • 00

    Seconds

Já takk - skrá mig á afslætti

Skrá mig í PCOS Akademíuna 💪

Skráning






3 *bónus* fyrirlestrar um:


✨ Líkamsímynd

✨  Matarstigma & börn

✨ Næringu í tengslum við íþróttir & þjálfun


Að verðmæti 19.990 kr.




Endurgreiðsluréttur


Við viljum ekki að þú takir NEINA áhættu og að þú sért 150% ánægð og bjóðum þess vegna uppá FULLA endurgreiðslu í allt að 14 daga eftir að þú byrjar að vinna í námskeiðinu, svo lengi sem að öllum skilmálum er fylgt – sjá skilmála HÉR.


SKRÁNING

Ég heiti Helga...


Árið 2008 útskrifaðist ég með B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Nokkrum árum seinna hóf ég nám í næringarfræði við sama skóla og útskrifaðist sem næringarfræðingur M.Sc. árið 2017.


Ég hef alltaf haft brennandi áhuga fyrir því að skoða hvernig andleg og líkamleg heilsa helst í hendur. Bæði á því hvernig næring hefur áhrif á andlega líðan og hvernig andleg líðan hefur áhrif á fæðuvenjur. Því það er að mínu mati ekki hægt að aðskilja þetta tvennt. Grunnnám mitt í sálfræði hefur hjálpað mér mikið að dýpka skilning minn á þesssu sviði og það er gaman að sjá hve mikið rannsóknir sem tengja þetta tvennt saman eru að aukast. 


Á mínum starfsferli sem næringarfræðingur hjá Landspítalanum, þar sem ég hef unnið bæði með börnum og fullorðnum með átraskanir og á innkirtladeild, hef ég áttað mig á því hversu mikilvægt það er að nálgast breytingar á fæðuvenjum frá fleiri en einni hlið. Ég hef einnig komist að því að óheilbrigt samband við mat leynist víða, ekki aðeins hjá þeim sem eru að kljást við átraskanir. 


Setningar á borð við "þú þarft bara að létta þig" geta haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar sem oft vinda upp á sig. Í tilfellum þar sem einstaklingar greinast með heilkenni á borð við PCOS verður hvatinn til þess að minnka einkenni og bæta heilsuna eðlilega mikill.


Það er því mikilvægt að nálgast viðfangsefnið á réttan hátt og forðast það að viðkomandi komi sér upp boðum og bönnum þegar kemur að næringu, sem oft verða til þess að fólk endar verr statt en þegar það byrjaði.


Það er mér því hjartans mál að aðstoða konur með PCOS að gera jákvæðar breytingar á venjum, án þess að eiga hættu að skapa óheilbrigt samband við mat. Venjur sem geta breytt miklu þegar kemur að því að minnka einkenni heilkennisins og efla heilsu, með samkennd og sjálfsmildi að leiðarljósi. 

Algengar spurningar

Ég ætla að gefa netnámskeiðið sem gjafabréf - hvernig virkar það?

Það eina sem þú þarft að gera er að áfram senda kvittunina fyrir kaupunum á info@nutreleat.com og láta vita að þú viljir fá vöruna á formi gjafabréfs. Við útbúum fallegt gjafabréf á rafrænu formi sem hægt er að prenta út og setja undir jólatréð.

Niðurgreiðir stéttarfélagið mitt þetta námskeið?

Mörg stéttarfélög gera það. Ég get útbúið nótu þar sem kemur fram að námskeiðið sé heilsunámskeið.

Hvað er námskeiðið langt?

Þér er frjálst að fara eins hratt eða hægt yfir og þér hentar. Við mælum þó með því að þú gefir þér góðan tíma í hvert viðfangsefni. 

Hversu lengi hef ég aðgang að efninu?

Eftir skráningu hefurðu aðgang að efninu í eitt ár og þrjá mánuði.