Fjögurra vikna prógram fyrir metnaðarfullt íþróttafólk sem vill taka afköst og endurheimt í sinni þjálfun á næsta level:
Sannreynd 'step-by-step' aðferð sem byggir á vísindalegri nálgun, hönnuð og þróuð af íþróttanæringarfræðingi (M.Sc.), sem gerir þér kleift að næra þig eins og atvinnumaður í þinni grein – á einfaldan, fljótlegan og áhrifaríkan hátt!
-Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í götuhjólreiðum
Það er að gríðarlega mörgum þáttum að huga og ég þarf ekkert að segja þér að næringin er ein af þeim mikilvægu.
Þetta viðfangsefni er ekkert grín í nútímasamfélagi þar sem:
👉 Upplýsingaflæðið í tengslum við íþróttanæringu virðist vera endalaust og erfitt getur reynst að greina mýtur frá staðreyndum
👉 Hraðinn er mikill og lítill tími gefst til matarundirbúnings
👉 Valmöguleikarnir eru endalausir og hausverkurinn sem fylgir því hvað maður eigi nú að borða fyrir og eftir æfingar verður mikill
Margir halda að til þess að eiga möguleika á að næra sig betur fyrir og eftir æfingar verði þeir að beita sig meiri aga og eyða fleiri klukkutímum í matarundirbúning. En RAUNVERULEGU ástæðurnar fyrir því að margir eiga erfitt með þetta eru þær að:
❌ Það er ekkert plan til staðar
❌ Það eru engar 'go-to máltíðir' tilbúnar
❌ Þeir eru ekki með skýra sýn á HVAÐA næring hentar í ólíkum aðstæðum
Eins við vitum þá varir íþróttaferillinn ekki að eilífu - þannig því fyrr sem þú neglir niður þitt prótókól - því betra!
PRE- & POST-TRAINING NÆRINGARPRÓGRAMMIÐ OKKAR GERIR ÞÉR KLEIFT AÐ...
...SKILJA HVAÐ, HVENÆR OG HVERSU MIKIÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ VERA AÐ BORÐA FYRIR & EFTIR ÆFINGAR TIL AÐ:
💥 Auka orku og afköst á æfingum 💥
Svo þú getir hætt að eyða óþarfa tíma með því að fara illa nærð/ur inná æfingar og afkasta minna en þú myndir annars gera!
💥 Bæta og flýta fyrir endurheimt 💥
Svo þú getir hámarkað uppbyggingu og viðgerðir á vöðvum ásamt því að fara í góðu standi inn á næstu æfingu og þar með minnkað líkur á meiðslum!
💥 Verða sú íþrótta -kona eða -maður sem þú sérð fyrir þér 💥
Og þar með fá að vinna við / gera það sem þú elskar!
Fyrir mig var íþróttaleg nálgun á mataræðið mikilvæg
,,Ég var í sjokki hvað ég lærði mikið í pre- og post-training næringarprógamminu hjá Lilju. Hún byggir námskeiðið á vísindum og rannsóknum, þannig maður efast aldrei um réttmæti upplýsinganna. Fyrir mig var íþróttaleg nálgun á mataræðið mikilvæg og heilsteypta nálgunin hennar hjálpar manni að skilja hvað skiptir raunverulega máli til þess að bæta sig. Svo eru verkefnin einstaklega góð til þess að fá betri meðvitund hvað hentar hverjum og einum. Mæli með!"
Oliver Sigurjónsson - leikmaður Breiðabliks
FERLIÐ VIRKAR SVONA
Hverjum fyrirlestri fylgja verkefni sem eru sett þannig upp að þú byrjar strax að nýta þér fræðsluna úr fyrirlestrinum og hrinda henni í framkvæmd.
Það er nefnilega ekki nóg að fræðast og læra nýja hluti - við þurfum líka að byrja að framkvæma. Fyrirlestrunum fylgir því verkefnahefti á rafrænu formi sem þú getur prentað út eða fyllt út rafrænt.
Við finnum bæði mjög mikinn mun á afköstum á æfingum
Sara & Nico - margfaldir Íslandsmeistarar í samkvæmisdönsum
VIÐFANGSEFNIN SEM BÍÐA ÞÍN INNÍ PRÓGRAMMINU ÞEGAR ÞÚ SKRÁIR ÞIG ERU EFTIRFARANDI ⬇️
Í module 2 lærirðu m.a.:
✔️ Að næra þig í samræmi við æfingaálag almennt - ÁN ÞESS að þurfa að vigta allt ofan í þig
✔️ Hvernig æskilegast er að dreifa próteininntöku yfir daginn - svo þú getir stuðlað að betri vöðvauppbyggingu
✔️ Einfalda aðferð til að setja saman máltíðir sem uppfylla þínar þarfir, halda þér í jafnvægi og veita þér vellíðan
Í module 4 lærirðu m.a.:
✔️ Um mikilvægi þess að setja máltíðirnar þínar rétt saman - fyrir betri og hraðari endurheimt eftir æfingar / keppnir
✔️ Hvað, hvenær og hversu mikið þú ættir að borða eftir æfingar - svo líkaminn nýti næringuna hratt og örugglega í uppbyggingu og endurheimt
Í module 6 fer ég m.a. yfir:
✔️ Hvernig þú dregur saman allar upplýsingar sem ég hef farið yfir - til þess að setja saman þitt sérsniðna 'pre- & post-training næringarprótókól sem tryggir þér betri afköst og hraðari endurheimt
✔️ Hvað þú þarft að hafa í huga að prógramminu loknu
Helgi Freyr Rúnarsson - handstöðusnillingur & einn af stofnendum Primal
✅ Markmiðið er að bæta afköst og endurheimt í tengslum við þína þjálfun
✅ Þú ert metnaðarfull/ur og vilt ná árangri
✅ Þú vilt tileinka þér næringu í tengslum við þína þjálfun á vísindalegum grundvelli
✅ Þú stundar þjálfun sem inniheldur æfingar á hárri ákefð í bland við þjálfun á lágri ákefð, t.d. hópíþróttir, frjálsíþróttir, hjólreiðar, bardagaíþróttir, hlaup, crossfit, bootcamp, dansíþróttir, fimleikar, listskautar, skíðaíþróttir, íshokkí, tennis, vélhjólaíþróttir og margt fleira! (Ef þú sérð ekki þína íþrótt í upptalningunni geturðu sent fyrirspurn á info@nutreleat.com)
❌ Þú hefur engan sérstakan áhuga á að bæta afköst og endurheimt í tengslum við þína þjálfun
❌ Þú hefur ekki metnað fyrir íþróttinni/þjálfuninni sem þú stundar
❌Þig langar ekki að tileinka þér næringu í tengslum við þína þjálfun á vísindalegum grundvelli
❌ Ef þú stundar þjálfun sem inniheldur einungis æfingar á lágri ákefð
OKEY - EN HVERSU HÁ ER FJÁRFESTINGIN?
Mér finnst mikilvægt að undirstrika að 'Pre- & post-training' næringarprógrammið er ekki þetta klassíska 5000 kr. 'cookie-cutter' plan sem þú færð í hendurnar og fylgir í x langan tíma.
Þetta er prógram sem fræðir þig um alla þá þætti sem ÞÚ þarft að vita þegar kemur að næringu fyrir og eftir æfingar svo þú gangir ekki aðeins í burtu með ÞITT sérsniðna plan - heldur getur alltaf gert breytingar á því seinna meir og verið viss um að þær breytingar uppfylli þínar þarfir þegar kemur að næringu fyrir og eftir æfingar.
Þetta er því prógram sem mun gagnast þér eins lengi og þú ert að stunda þína þjálfun!
Einn stakur tími hjá íþróttanæringarfræðingi kostar um 15.000 kr. - og það er ansi hæpið að það náist að negla niður pre- og post næringarprótókól sem hentar þér, fer vel í þig og uppfyllir þínar þarfir í aðeins einum tíma.
Hér ertu hins vegar að negla niður þitt prótókól ÁSAMT ÞVÍ að fá ótrúlega mikið af verðmætum upplýsingum og verkfærum á aðeins 29.990 kr. í heildina 🤯
Aldrei verið í betra standi sem íþróttamaður
Silja Rúnarsdóttir - landsliðskona í hjólreiðum
Er miklu öruggari með næringu í kringum æfingar
Margrét Arna Arnardóttir - áhugakona í hjólreiðum
Við viljum að okkar íþróttafólk sé 150% ánægt með prógrammið. Við bjóðum þess vegna uppá fulla endurgreiðslu í allt að 14 daga eftir að prógrammið hefst ef þér finnst það ekki henta þér.
Ef þú ert enn ekki viss um að þú eigir heima í prógramminu þarftu því ekki að taka neina áhættu! Þú einfaldlega skráir þig og byrjar að fara í gegnum efnið og ef þér finnst það ekki henta færðu endurgreitt.
Það sem þú þarft að sýna fram á til að nýta endurgreiðsluréttinn er að þú hafir hlustað á alla opna fyrirlestra og unnið viðeigandi verkefni ásamt því að láta vita innan 14 daga. Hægt er að hafa samband á info@nutreleat.com. Sjá skilmála nánar HÉR.
Þegar þú skráir þig í Pre- & post- training næringarprógrammið færðu aðgang að öllum 6 módúlum sem gera þér kleift að negla niður þitt pre- & post-næringarprótókól sem eykur afköst og flýtir fyrir endurheimt. ÞAR AÐ AUKI færðu aðgang að:
☑️ Einföldum diskamódelum sem þú getur notað til að setja saman máltíðir yfir daginn eftir því hversu mikið æfingaálagið er hverju sinni
☑️ Tímalínum sem sýna áhersluatriði í hverri máltíð fyrir sig miðað við hvenær þú ert að borða fyrir eða eftir æfingar
☑️ Uppskriftir að máltíðum sem henta almennt yfir daginn og á mismunandi tímum fyrir og eftir æfingar
☑️ Verkefnahefti sem taka ALLT sem þú lærir í prógramminu og hjálpa þér að hrinda þeim í framkvæmd
☑️ Aðgang að lokuðum FB hópi þar sem þú getur spurt spurninga og fengið stuðning og aðhald
Hún á stóran þátt í að koma mér á þann stað sem ég er í dag
Matthildur Óskarsdóttir - tvöfaldur heimsmeistari í bekkpressu
2️⃣ ...eða þú getur valið að halda áfram að gera það sem þú hefur verið að gera hingað til.
✅ Ef þú ert ein/n af þeim fyrrnefndu sem vilt engan tíma missa og vilt mastera þitt næringarprótókól hratt og örugglega svo þú getir náð betri árangri í þinni þjálfun á sem skemmstum tíma geturðu ýtt á hlekkinn hér að neðan og gengið frá skráningu svo við getum hafist handa! 👇
Mér finnst ég ekki hafa tíma til að fara í gegnum þetta núna - væri betra að bíða?
Ég skil þig! Það að stunda sína íþrótt eða þjálfun meðfram námi / vinnu og jafnvel fjölskyldu er tímafrekt. En ég get lofað þér því að námskeiðið mun skila þér tíma SPARNAÐI á þrjá vegu:
1️⃣ Þú MINNKAR höfuðverkinn og tímann sem fer í að ákveða hvað þú ættir að fá þér að borða til að styðja sem best við afköst og endurheimt
2️⃣ Þú HÆTTIR að eyða tíma í lélegar æfingar eða æfingar sem eru ekki að skila þér tilætluðum árangri sem stafar af því að þú ert ekki að næra þig rétt
3️⃣ Þú verður FLJÓTARI að jafna þig eftir æfingar og ná fullri endurheimt vegna þess að þú veist hvernig þú hámarkar næringarinntöku að æfingum loknum
Fyrir utan það eru allir fyrirlestrarnir á podcast formi - þannig það er vel hægt að 'multi-taska' með því að hlusta á fyrirlestrana á leiðinni á æfingar, til og frá vinnu / skóla eða meðan þú brýtur saman þvottinn á kvöldin!
Hentar þetta mér?
Prógrammið hentar þér ef markmiðið er að bæta afköst og endurheimt í tengslum við þína þjálfun, þú vilt tileinka þér næringu í tengslum við þína þjálfun á vísindalegum grundvelli og þú stundar þjálfun sem inniheldur æfingar á hárri ákefð í bland við þjálfun á lágri ákefð, t.d. hópíþróttir, frjálsíþróttir, bardagaíþróttir, hlaup, crossfit, dansíþróttir, fimleikar, listskautar, skíðaíþróttir, íshokkí, tennis, vélhjólaíþróttir og margt fleira! (Ef þú sérð ekki þína íþrótt í upptalningunni geturðu sent fyrirspurn á info@nutreleat.com).
Ég er ekki vel að mér í næringu er þetta flókið?
Þetta prógram er sett þannig upp að viðfangsefnin eru auðskilin, verkefnin einföld í framkvæmd og nýtist vel hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref hvað varðar næringu í tenglsum við þína íþrótt eða ert komin/n lengra á veg í þeim efnum.
Get ég fengið einhvern stuðning ef ég er með spurningar eða næ ekki tökum á einhverju?
Heldur betur! Þú getur bæði spurt spurninga inná lokaða FB hópnum okkar (annaðhvort undir nafni eða nafnlaust) OG sett inn spurningar fyrir neðan viðeigandi fyrirlestur inná þínu svæði. Ég er hér til að leiða þig í gegnum efnið og veita þér þann stuðning sem þú þarft!
Hvað þarf ég að gefa mér langan tíma í prógrammið - missi ég aðgang að efninu eftir þessar fjórar vikur?
Heldur betur ekki! Við vitum að fólk lærir og tileinkar sér efnið á mismunandi hraða. Þú getur því HRAÐAST tekið efnið á fjórum vikum en svo hefurðu aðgang að efninu í HEILT ÁR eftir að síðasti fyrirlesturinn verður aðgengilegur - þ.e. í heildina 1 ár og 1 mánuður. Þú getur því farið eins hratt eða hægt yfir og ÞÉR hentar.
Get ég ekki bara gert þetta sjálf/ur?
Vissulega geturðu gert það! Spurningin er bara hversu hratt þú vilt ná tökum á þínu pre- & post-training næringarprótókóli.. viltu...
1️⃣ Fá fræðslu og upplýsingar um næringu fyrir og eftir æfingar sem þú getur treyst að byggðar eru á vísindalegum grunni, sem henta þér og þínum þörfum ásamt AÐSTOÐ við framkvæmdina á aðeins fjórum vikum?
EÐA...
2️⃣ Afla þér upplýsinga á netinu sjálf/ur og eyða lengri tíma í að greina rétt frá röngu, finna út hvað væri viðeigandi fyrir þig og gera þetta allt uppá eigin spýtur?
Niðurgreiðir stéttarfélagið mitt þetta námskeið?
Mörg stéttarfélög gera það. Ég get útbúið nótu sem þú getur farið með í stéttarfélagið þitt.
Almenna notendaskilmála Nutreleat ehf. geturðu kynnt þér HÉR.